Lýsigögn Áætlun Eignamarka Ef stærð eða mörk lands vantar í landeignaskrá er HMS heimilt að áætla þau til skráningar. Áætlunin byggir á kortlagningu landamerkja jarða út frá tiltækum heimildum og samningum eigenda. Út frá þessum gögnum eru unnin áætluð mörk sem gefa heildstæða mynd af eignarhaldi fasteigna á Íslandi og gera afmarkanir sýnilegar í vefsjá landeignaskrár. Með þessu er stuðlað að betri stefnumörkun og stjórnsýslu um eignarhald lands. Gagnasafnið „Áætluð eignamörk“ inniheldur einungis fasteignir þar sem athugasemdaferli við eigendur er lokið og niðurstaða HMS birt. Ný svæði bætast inn eftir því sem verkefnið vinnst áfram. Áætluðum mörkum er ekki breytt eftir birtingu nema til að leiðrétta augljós mistök. Lagaheimild HMS til áætlunar kemur fram í lögum nr. 6/2001 um skráningu, merki og mat fasteigna. Færsla í landeignaskrá hefur engin áhrif á tilvist eða efni einkaréttar eða þinglýsingarhluta fasteignaskrár. Gagnasafnið samanstendur af þremur skrám sem mynda eina heild: HORNMARK (punktar) MERKI (línur) SKIKI (flákar) Í SKIKI er yfirleitt heildarlýsing fasteignar, en HORNMARK og MERKI staðsetja landfræðilega örnefni og landform úr heimildum. Gögnin eru gefin út í hnitakerfinu ISN93 (EPSG:3057). Mælt er með að nota örnefnagrunn Náttúrufræðistofnunar sem stoðgagn. Gagnasafnið „Áætluð eignamörk“ inniheldur einungis fasteignir þar sem athugasemdaferli við eigendur er lokið og niðurstaða HMS birt. Ný svæði bætast inn eftir því sem verkefnið vinnst áfram. Áætluðum mörkum er ekki breytt eftir birtingu nema til að leiðrétta augljós mistök. Lagaheimild HMS til áætlunar kemur fram í lögum nr. 6/2001 um skráningu, merki og mat fasteigna. Færsla í landeignaskrá hefur engin áhrif á tilvist eða efni einkaréttar eða þinglýsingarhluta fasteignaskrár. Gagnasafnið samanstendur af þremur skrám sem mynda eina heild: HORNMARK (punktar) MERKI (línur) SKIKI (flákar) Í SKIKI er yfirleitt heildarlýsing fasteignar, en HORNMARK og MERKI staðsetja landfræðilega örnefni og landform úr heimildum. Gögnin eru gefin út í hnitakerfinu ISN93 (EPSG:3057). Mælt er með að nota örnefnagrunn Náttúrufræðistofnunar sem stoðgagn. Eigindalýsing Áætlun Eignamarka HORMARK - punktasafn AE_HORNMARK_NR - Hlaupandi upplýsingalaust auðkennisnúmer hornmarks, einkvæmt. KENNILEITI - Örnefni eða kennileiti. ATHUGASEMD - Frekari texta lýsing á hornmarkinu. UTGEFID DAGS - Dagsetning fyrstu útgáfu eða síðustu breytingar (ef gögn hafa tekið breytingum). MERKI - línusafn AE_MERKI_NR - Hlaupandi upplýsingalaust auðkennisnúmer merkis, einkvæmt. KENNILEITI - Örnefni eða kennileiti. ATHUGASEMD - Frekari texta lýsing á merkinu. UTGEFID DAGS - Dagsetning fyrstu útgáfu eða síðustu breytingar (ef gögn hafa tekið breytingum). SKIKI – flákasafn AE_SKIKI_NR - Hlaupandi upplýsingalaust auðkennisnúmer skika, einkvæmt LANDEIGN_NR - Texti með öllum landeignanúmerum skikans, komma (,) skilur að landeignanúmer í textanum. Landeignanúmer merkt 777777 eru óþekktar/óskráðar fasteignir og landeignanúmer merkt 700500 eru áætluð lega þjóðlendna sem enn eru óskráðar í fasteignaskrá. SAMEIGN_SEREIGN - Tiltekinn skiki er annað hvort séreign einnar landeignar eða sameign margra landeigna. OLJOST EIGNARHALD - Tiltekinn skiki er annað hvort skráður með skýrt eða óljóst eignarhald. HMS metur að eignahald sé skýrt þegar skýrt er í heimildum hvaða fasteign (landeignanúmer) tiltekin skiki tilheyrir og óljóst þegar ekki er hægt að taka afstöðu til þess hvaða fasteign tiltekinn skiki tilheyrir. ATHUGASEMD - Frekari texta lýsing á skikanum, yfirleitt orðrétt tilvitnun í heimildir. Í þeim tilfellum sem breyting verður á afmörkun skika, verður breytingum lýst hér. NAKVAEMNI_XY_M - Áætluð skekkjumörk í metrum. GEADI_FLOKKUN - Mat HMS á gæðum heimilda. Flokkast í fimm flokka: Óumdeilanleg Staðsetning, Nýtum Stuðningsgögn - Góð, Nýtum Stuðningsgögn - Meðal, Nýtum Stuðningsgögn - Slæm, Ágiskun HMS. UTGEFID DAGS - Dagsetning fyrstu útgáfu eða síðustu breytingar (ef gögn hafa tekið breytingum).